Vísur 2024
Gylfi byrjar að yrkja á leiðinni:
Eru menn farnir að yrkja?
Eitthvað þarf kaffið að styrkja,
gefa svo gaum
gasi og straum
og vesælar sellurnar virkja.
Heldur gott á Húsavík,
heilsan stundum verri.
Hjá Maríu' og Svani er líðan lík,
líka Dröfn og Sverri.
Helgi kom við á Skagaströnd:
Ég kátur stefndi á kúrekanna bæli
Þar ku vera gott að eiga hæli
En lokað var og læstar allar gáttir
Lukkuláka vinir illa sáttir
Ég verð þá bara að sækja einn í kæli.
Björgvin fylgdist með fjarlægð með Covid.
Kóvid er kvefpest með hita
sem keyrir vel út á þér svita,
en mótið er „great“
og máski ég veit
meir en ég ætlaði‘ að vita.
Sumarfríið hægt og hljótt
á hitastillinn ýtir.
Helga gamla hnerrar ótt,
hátt sér Björgvin snýtir.
Gylfi Þorkels mættur í Svalbarðsskóla:
Allt í sóma Sval- í -barði,
sótti lykil bak um pál.
Tjaldað getum tún- í -garði,
tími gefst að segja: "SKÁL!!!
Helga fannst þétt setinn bekkurinn hjá súlunum:
Súlan við súluna sagði
Sjá þetta er ég
Súlan hjá súlunni þagði
Skrítið, þetta er ég.
Gylfi fór yfir ferðina í lokahófi:
Abbalabba árleg ferð
er nú senn að baki.
Áru góða, það orða verð,
yfir tel ég vaki.
Fólkið vill í góðum gír,
glatt úr klaufum sletta.
Forvöð lokuð. Lausnin skýr:
Líta' á Hljóðakletta.
Eftir ljúfan, léttan dag,
lá nýtt plan fyr sálum:
Frá Hrolllaugsstöðum, um hæð og drag,
haldið var að Skálum.
Ekið fyrst um urð og grjót,
enginn vegur lúserum.
Á Lexus Anna furðu fljót
fylgdi nokkrum Krúserum.
Næsta dag í næðingi,
norðanúthafssvölum,
losnar bros úr læðingi
við labb á grænum bölum.
Frá Sandá vestur að Svalbarðsá,
sýnist fátt mér betra
en njóta þess, ef þreyja má,
þrettán kílómetra.
Lokadaginn liðið fór
á léttu, greiðu brokki.
Engan beygði blautur skór,
við blasti tign og þokki.
"Ef að skyldi og ef að sé",
alltumkring birtist hann Fúsi.
Hann er sannkallað forystufé,
við fylgjum hans hvetjandi brúsi.
Gísli Skúlason fór ítarlega yfir allt það sem Björgvin missti af..
Planað að leggja í labb
er löngum við kenndum við abb
og sleppa við slabb
og slúður og kvabb
en hjá Björgvini kom þá upp babb.
Hann missti af mögnuðum göngum
og mannvistarleifum á töngum
og skóskini í heiði
og herstöð í eyði
og bílferðum býsna löngum
og súlum á skítugu skeri
og skolli fagurri meri
og fjalllendi grónu
og Felixi Jónu
og kollskrauti úr ígulkeri.
Hann missti af marreknum bútum
og mikið uppétnum hrútum
og sjóreknum stöfum
úr síbrískum höfum
og köðlum með kynlegum hnútum
og ýmsu svo erfiðu að trúa
og aftur þaðan að snúa
því gatklettarnir
voru geðbilaðir
og grín hvað var búið að brúa
von til að hitta þar vini
og vinnulið, dætur og syni
og eiga þar njót
með alls konar dót
og enda í tónik með gini
og verða af þramminu þyrstir
og þrá margar fjarlægar vistir
og sýna í verki
sannindamerki
að síðastir verða fyrstir.
og galanu sem var nú glæst
og geta þar sungið og kæst
og éta á sig gat
af gómsætum mat
og reyna að hafa þar hæst.
Og enn vil ég armæðu flíka
því Ellu misstum við líka.
GSk.