Abbalabbar sumarið 2022

Dagar: 3. - 8. júlí.
Athugið að fyrsti göngudagur er 4. júlí eins og sjá má á glæsilegu auglýsingunni sem Helga Sighvats. teiknaði.
Dagskrá:
1. dagur - 3. júlí
Mæting á Mjóeyri við Eskifjörð. Farið með bíla að Karlsskála við utanverðan Reyðarfjörð þar sem gönguferðin endar.
Gist í svefnpokaplássi á vegum Ferðaþjónustunnar Mjóeyri. www.mjoeyri.is
2. dagur - 4. júlí
Farið á einkabílum að Grænanesi í Norðfirði og gengið þaðan yfir Götuhjalla, fyrir Hellisfjörð til Viðfjarðar.
Trússarar flytja farangur frá Mjóeyri til Viðfjarðar.
Gist í svefnpokaplássi í Viðfjarðarhúsinu.
3. dagur - 5. júlí
Farið með bát frá Viðfirði út á Barðsnes og tekið land þar.
Gengið frá Barðsnesi og þaðan út á Barðsneshorn. Steingervingar í fjörunni á sunnanverðu nesinu skoðaðir, Rauðubjörg og fl.
Báturinn tekinn til baka frá Barðsnesi inn í Viðfjörð. (Garpar geta gengið/hlaupið í Viðfjörð 7 km)
Gist í Viðfirði.
4. dagur - 6. júlí
Gengið frá Viðfirði um Nónskarð, Sandvík og Gerpisskarð til Vöðlavíkur. (Til vara yrði gengið um Dysjarskarð til Vöðlavíkur).
Farangur fluttur frá Viðfirði með jeppum til Vöðlavíkur.
Gist í skála Ferðafélags fjarðamanna að Karlsstöðum í Vöðlavík.
5. dagur - 7. júlí
Gengið frá Vöðlavík fyrir Krossanes og að Karlsskála. Hægt að ganga að flaki Henkel 111 þýskrar flugvélar sem er sunnan í Sauðatindi.
Farangur fluttur með bílum frá Vöðlavík til Mjóeyrar.
Bílar sóttir að Grænanesi.
Grillveisla og lokakvöldvaka á Randulffs-sjóhúsi
Gist í svefnpokaplássi á vegum Ferðaþjónustunnar Mjóeyri.
6. dagur - 8. júlí
Heimferð
gerpissvaedidHelga