Abbalabbar sumarið 2021

Dagar: 5. júlí – 8. Júlí.
Dagskrá:
Mánudagur 5. júlí:
Abbalabbar koma á einkabílum í Varmaland í Borgarfirði og koma sér fyrir. Gert er ráð fyrir léttri síðdegisgöngu í nágrenni Bifrastar, m.a. gengið með Norðurá að Glanna. Lagt af stað um kl. 16.
Nokkrir Abbalabbar gera ráð fyrir að ganga á Skessuhorn þennan dag ef veður leyfir. Skessuhorn er eitt besta útsýnisfjall Borgarfjarðar, 967 metrar. Ganga upp á fjallið tekur um 5-6 tíma og nauðsynlegt að vera vel búinn. Gert er ráð fyrir að hefja göngu um kl. 9. Þeir sem eru áhugasamir ættu að hafa samband við Ásdísi eða Ægi Sig. til að fá frekari upplýsingar.
Kvöldskemmtun í félagsheimili ?
Þriðjudagur:
Gengið á Hafnarfjall- Hafnarfjall er sjálfsagt þekktast fyrir viðvaranir vegna hvassviðra en ef gengið er uppá það er hér um fínasta útsýnisfjall að ræða. Hafnarfjall eru nokkrir toppar og er sá hæsti þeirra Gildalshnúkur 844m. Gangan hefst námunda við þjóðveg 1 og gengið upp vestasta hrygginn. Möguleiki er á að ganga á fleiri toppa áður en þeim hæsta er náð án þess að fara úr leið. Gönguhækkunin er um 770m og um 3,5km (leiðin upp). Hér geta þeir sem vilja farið niður sömu leið en gönguþyrstir haldið áfram á fleiri toppa og gengið lengri hring.
Miðvikudagur:
--Ganga á Ok. Ok við Kaldadal er 1170m há grágrýtisdyngja frá síðasta hlýskeiði ísaldar, ein sú mesta sinnar tegundar hér á landi. Gangan hefst við Langahrygg í Kaldadal og gengið beinustu leið á toppinn. Þetta er ekki erfið ganga, aflíðandi brekka alla leiðina en aðeins grýtt á köflum. Gönguhækkun er um 440m og göngulengd um 8km (fram og til baka). Fyrir þá sem vilja er möguleiki á að ganga meðfram gígbarminum til baka og líta minnisvarðann um hinn horfna jökul augum. Það lengir gönguna lítilsháttar. Þegar á toppinn er komið fá göngugarpar góð verðlaun þar sem útsýnið af Okinu svíkur engan ?
-Víðgelmir- Stefnt er að því að fara í Víðgelmi að lokinni göngu á Ok. Víðgelmir er stærstur allra hella á Íslandi og einn stærsti hraunhellir í heimi. Hann hefur að geyma fallegar ísmyndanir og þegar innar dregur má sjá marga dropsteina og hraunstrá. Hellirinn hefur verið friðaður síðan 1993 og er innganga í hellinn eingöngu leyfð með leiðsögn. Hópurinn á pantað í hellinn kl. 15. Kostnaður á mann er 5950 og þurfa þátttakendur að skrá sig á lista á Bollastöðum fyrir 20. apríl. (einnig má senda post á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)
-Sundlaugin opin ( eins og hina dagana?)
-Sameiginlegur kvöldverður.
-Kvöldvaka í félagsheimili
Fimmtudagur:
Heimferð eða sameiginleg ferð í íshellinn í Langjökli.
Ákveðið hefur verið að bjóða upp á ferð í íshellinn í Langjökli ef nægur fjöldi næst. Into the Glacier bjóða hópafslátt og er gjaldið með afslætti um 14.630 kr.(almennt verð 21.000 kr.). Innifalið er akstur að íshellinum frá Húsafelli ásamt leiðsögn. Nánar má lesa um íshellinn hér: https://www.husafell.is/afthreying/ishellir
Áhugasamir þurfa að skrá sig á lista á Bollastöðum eða senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Skráning í síðasta lagi 20. apríl.
Kostnaður:
Greitt á staðnum:
Tjaldsvæði: Ath. greitt á staðnum Hver og einn greiðir á tjaldsvæði samkvæmt verðskrá. Ekki hefur verið gefin út verðskrá en tjaldsvæði er á Útilegukorti 2021.
Hótel: Ath. greitt á staðnum