Ágætu Abbalabbar
Abbalabb 2020 verður í Reykjarfirði á Hornströndum. Reykjarfjörður er á Sýslumörkum Norður Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu og getur því talist vera syðsti fjörður Hornstranda. Reykjarfjörður fór fyrst í eyði árið 1960 en búið var í firðinum árin 1961-1964. Þá fór staðurinn aftur í eyði en afkomendur ábúenda hafa haft þar sumardvöl öll sumur frá 1965 og nú er rekin ferðaþjónusta í Reykjarfirði á sumrin.
Boðið er uppá svefnpokagistingu í Gamlahúsinu en þar eru 22-23 rúm í 6 herbergjum. Gott tjaldstæði er líka í Reykjarfirði. Skráningarblað með kostnaðarupplýsingum verður á glerveggnum við Bollastaði strax eftir helgi.
Það er gott að vera í Reykjarfirði, falleg náttúra, heitar lindir sem m.a. sjá sundlauginni fyrir heitu vatni og svo er nánast síma- og netsambandslaust. Nánari upplýsingar um göngur koma á næstu dögum en hér fyrir neðan eru vefslóðir með frekari upplýsingum um staðinn.