
ABBALABB 30. júní til 4. júlí 2025
Gengið um og yfir Snæfellsnes. Grunnbúðir verða á Lýsuhóli í Staðarsveit.
Mánudagur 30. júní:
Komið á Lýsuhóli fyrir klukkan 13.00 Tilbúin til brottfarar kl. 14.00.
Ekið verður (25 km) að Rauðfeldsgjá og gengið inn í hana, svo að Sönghelli (4 km frá Rauðfeldsgjá) og því næst upp á Jökulháls (5 km frá Sönghelli). Um 34 km akstur til baka að Lýsuhóli.
Þriðjudagur 1. júlí:
Sitt lítið af hvurju þennan dag. Lagt í hann kl. 9:30
Dritvík/Djúpalónsandur – 42 km frá Lýsuhóli.
Gestastofa Snæfellsjökulsþjóðgarðs á Malarrifi. Opnunartími 11:00 til 16:00. 8 km frá Dritvík.
Hellnar-Arnastapi (höfnin og Bárður Snæfellsás). Hellnar eru 9 km frá Gestastofunni á Malarrifi. Gengið verður vel merktan og ferðamannavænan göngustíg milli Hellna og Arnarstapa (3,4 km) og .. aftur til baka ???? (eða ef tímasetning kallar á þá verða bílaflutningar).
Miðvikudagur 2. júlí:
Grundarfjörður (Grundarrétt) - Lýsuskarð (Lýsuhóll).
Brottför á bílum í Grundarfjörð um Fróðárheiði kl. 8:30. Lagt í hann nálægt Grundarrétt um kl. 10:00. Gönguvegalengdin yfir Nesið þessa leið er um 14 km með smá hliðarskreppum á valda útsýnisstaði. 600 m hækkun. Uppsöfnuð hækkun um 1.000 metrar. Göngutími með öllum njótum, allt að 8 klst. Komið niður að Lýsuhóli um kl. 17:30. Þá þarf að sækja bílana í Grundarfjörð. Áætla má um 1,5 klst. í það. Leiðsögumaður verður Gunnar Njálsson ferðamálafræðingur.
(Þeir sem ætla ekki í þessa göngu geta gert ýmislegt á eigin vegum í þjóðgarðinum. Nefna má að skreppa á Öndverðarnes og skoða þar um kring svo sem Svörtuloft. Eða fara alveg yfir Jökulháls og aka „fyrir Jökul“ eins og sagt er á Nesinu. Af nægu er að taka ???? . Eins getur göngufólk valið það að ganga af stað með öðrum Abbalöbbum og snúið við á upphafsstað inni í Grundarfirði þegar þeim hentar.
Fimmtudagur 3. júlí:
Búðir – Búðahraun að Búðakletti og Búðahelli. Hér getur fólk ákveðið að ganga sömu leið til baka og er þá heildarvegalengdin 6 km. Eins er hægt að ganga áfram að Miðhúsum en Búðir-Búðaklettur - Miðhús er 6,5 km löng ganga. Göngufólk sótt þangað af þeim sem fara fram og til baka. Svo er hægt að ganga nánast fullan hring Búðir – Búðaklettur – Miðhús - Öxl en sú leið er um 13 km. Öxl er um 3 km frá Búðum þannig að bílaflutningar verða skipulagðir fyrir þann hópinn þegar þar að kemur. Búðahraun er fremur flatt þannig að hækkanir eru litlar.
25 ár gönguafmæliskvöldverður í Gistihúsinu Lýsuhóli. Áætlað klukkan 19:00.
Föstudagur 4. júlí – heimferð.
Kostnaður:
Heildarkostnaður á mann er áætlaður kr. 15.000,-
Innifalið í því er:
- Leiga á Félagsheimilinu Lýsuhóli með allri aðstöðu, eldhúsi, sal með sviði, salernum og tjaldsvæði (með rafmagni). Lokaþrif á félagsheimilinu eru innifalin.
- Leiðsögn 2. júlí er innifalin í verðinu.
- Hátíðargönguafmæliskvöldverðurinn er innifalinn í kostnaði, hluti af þessum 15 þús. Hann er hlaðborð með kjeti og meðlæti sem og grænmetisfæði.
Staðfestingargjald verður auglýst síðar.
Sundlaug er á Lýsuhóli, Lýsulaugar. Opin kl. 11-21 yfir sumarmánuðina.
Abbalabbanefndin 2025 – Svanur, María, Jón Özur, Valgerður og Halldór Páll.