Kæru Abbalabbar.
Árið 2019 er ferðinni heitið á vit ævintýraheima Dyrfjalla, dagana 1.-3. júlí.
Stapavík - Stórurð - Dyrfjöll
Dagskrá:
1. júlí, mánudagur - Mæting við afleggjarann að Unaósi kl. 15. Gengið út með Selfljóti að Stapavík og til baka, 9 km.
2. júlí, þriðjudagur - Gengin verður frá Vatnsskarði stikuð hringleið um Stórurð (ca. 7.5 km.). Hægt er að velja mismunandi leiðir til baka. Fólk er hvatt til að hafa meðferðis eigið göngukort. Ágæt göngukort fást hjá Ferðafélagi Íslands.
3. júlí, miðvikudagur - Dyrfjöll. Dagsganga með leiðsögn.
Hátíðarkvöldverður á veitingastaðnum Álfacafé á Borgarfirði eystri. Verð 5.000 kr. per mann.
Hér er kort af svæðinu:
Gistimöguleikar á Borgarfirði eystri.
Gisting í húsi hjá Kalla Sveins.
Svefnpokapláss: 5.600 kr. per mann nóttin.
Tjaldsvæðið Borgarfirði eystra
Fullorðnir: 1200 kr. per mann nóttin. Rafmagn: 1000 kr. dagurinn
Á tjaldsvæðinu eru tvö þjónustuhús. Í öðru húsinu eru klósett og sturtur. Aðgengi er fyrir fatlaða. Í hinu húsinu er eldunaraðstaða og borðstofa sem tjaldbúum er velkomið að nota.
Hver og einn greiðir fyrir sína gistingu á staðnum.
Skráningarblað liggur frammi á Bollastöðum.
Staðfestingargjald kr. 3.000 óskast greitt fyrir 15. febrúar 2019 inn á reikning abbalabba.
Með Abbalabbakveðju, Brynja, Elín og Rósa Marta
Myndir af Stórurð
Upphaf göngu
Séð niður í Stórurð og Dyrfjöll í baksýn.
Stórurð
Mynd af Bakkagerði og Dyrfjöllum