Abbalabb Snæfellsnesi 2015
Bjarnarhöfn stendur bjargi nær,
ber þar af fagur hjallur.
Ilmurinn berst í aðra sveit
opnist þar lítill dallur.
Kirkja bónda er krúttlegt hús,
Kristur á hvern þar starir.
Hildibrandur með hökla fer,
hérumbil nýjar spjarir.
Öðlingur glímir við ógnarböl;
upp á allt þarf að fara.
Sjái hann gnípu, hamar, hól
Hannes mun þangað stara.
Jötunninn stendur með járnstaf í hendi
jafnan á hverjum hnúk.
Kallar hann þig, kallar hann þig,
kuldaleg rödd og djúp.
Í Hólminum fundum heita laug,
hér gátum þrautir linað.
Vöðvana suðum, brjósk og bein,
bræddum upp teygðar sinar.
Vaðlaug ein fannst þar, varla djúp,
vildi þó ein sér stinga.
Er víst að reyna enn að ná
athygli Halldórs Inga.
Logandi standa í langri röð
ljósin á grillum – svaka.
Lambið sem keypt var Krónu í
kemur sviðið til baka.
Situr að teiti sveitin öll
saman við langborð skrafar.
Fáir munu á færi sjá
að finnist þar margir afar.
GSk