HELLISMANNALEIÐ 2010

Valgerður mín hafði verið eitthvað þreklítil við göngur og áreynslu síðastliðinn vetur enda kom í ljós að hún þjáðist af járnskorti í blóði. Var því sett á járntöflur og hefur verið hömruð síðan. Talar um það sjálf að hún sé allt önnur í göngum enda fór það ekki á milli mála í samanburði milli Abbalabbaferðarinnar nú á Hellismannaleið og þeirrar í fyrra í Skaftafelli. Því varð þessi til:


Fögur er hér fjallasýn.
Við fögnum brátt í bælunum.
Á járntöflun er – já,hún mín
með jóreykinn úr hælunum.
HPH


Þessi segir sig sjálf. Hún er reyndar samin í sérkennilegum bragarhætti en það er í góðu lagi.

Forystusauðir.

Sjást þar þjóta svaka fljót,
- án sjónvarpsfrétta, veðurspár og útvarpsins.
Munu fljótt því mæta‘í njót
- Magnús fyrsti, Brynja drottning og Jóhann prins.
HPH

Halldór Ingi er þekktur dellukall. Sýndi hann okkur m.a. sólarsellu með USB-tengi sem mátti nota til að hlaða símann, myndavélina og ég veit ekki hvað og hvað. Kom þá þessi:

Dellu-Dóri
Anna Þóra mun aldrei slóra,
allt hún gerir sem beðið er um.
Upp hún fyllir óskir Dóra
með USB-tengi í huppinum!
HPH

Anna Árna spáði í Klingenberg dós fyrir hópinn í Eyjólfsskála í Landmannahelli. Þetta var útópísk stund sem kallaði á:

Hjá Klingenberg

Klingenberg í krúsinni
klikkar ekki‘á spánni.
Datt ég enn í djúsinni
draugfullur á kránni?
HPH


HPH var með með á annan tug rykgríma með sér sem hann ætlaði að dreifa á hópinn. Sagði þær vera til sölu, dýru verði.

Grímuball

Geðveikar grímur til sölu,
ég gekk með þær með henni Völu.
En getiði hvað,
ég ger kannski það
að gefa þær allar með tölu ?
HPH


Í Áfangagili kvartaði Brynja yfir því að lítið væri komið af náttúruljóðum. Úr því varð að bæta, asso reyna að bæta:

Fyrir Brynju

Í Áfangagili áð var um nótt,
áttum þar stundir um kveldið.
Við hanagal fyrsta hópurinn fljótt,
heldur í náttúruveldið.
HPH

Samið er við nálguðumst Fossabrekkur, þreyta farin að gera vart við sig.

Fossabrekkur

Bökkum við Rangá, er brátt verður fljót,
og blómlegar grónar þar grundir.
Finnst mér að taka‘eigi fegurðarnjót
Fossabrekkunum undir.
HPH

(Stökur úr gönguferð Abbalabba)
Á mannskapinn rann ekki mók
því mækinn af ákafa tók
bókasafns-Ella
sem byrjaði að sprella
og las upp úr litmyndabók.

Sáum óvart dónadrang
í dumbungi og gjólu.
Fimmtán vélar fóru í gang
og festu á bláa spólu.

Gísli og frú án útlima sinna
engdust í hlað.
Aðrir flykktust út til að finna
urðunarstað.

Nútíminn með sinn fima fót
ferðast um marga staði.
Gott er að nálgast giljasnót
og gera það með hraði.

Ekkert skal nú undan dregið:
Oft var gengið fetið.
Engu að síður er nú slegið
uppáferðametið.

Hulda og Solla, sjáið undur:
Sum er skoðun ónóg.
Til að þekkja þær í sundur
þarf að gera dónó.

Næst þegar gerist fjallafála
ferðast ég glugga útum:
Fjallaloftið sem fyllir skála
fæst nú á gulum kútum.

Engan vermdi í okkar kofa
eftirlegugjafbleian
né fór heldur úr að ofan
útileguhafmeyjan.

Innleiðing fyrir Abbalabba
alfarið lofar góðu:
Líkt og í ferðum má lítið kvabba
þó landið allt sé í móðu.

Þeim sem vilja barn í brók
bent er á að hrasa,
losa fjötra, liðka hrók
og láta smokk í vasa.

Aldan núna að mér beinist,
áfram veginn.
Holskefla það held ég reynist
hinum megin.

Fúlt er að fá ekki ís.
Förum á Vegamót, plís.
Ég rétt næ að þrauka
ef rekst ég á stauka
af rollon með Bíó-Frís.

Arkað skal í endahlið,
enga þolum beygju.
Kominn tími á kappalið
að kaupa gula treyju.

Þó að reyni á þolrif mín
og þurfi að gista í hreysi
eru launin einkar fín:
Olweusarleysi.
GSk.