SKAFTAFELL 2009.
Það sprakk á tjaldvagninum hjá unglingunum síhressu, Valda og Lísu, á hálfnaðri leið í Skaftafell. Því varð þessi „drykkjuvísa“ til.
Hjá sumum er eilífðar sælunnar geym
og seint þau nú komast af gelgjunni.
Voru rétt hálfnuð á veginum þeim,
Valdi og Lísa á felgunni.
Björgvin og Helga töldu að þau hefðu ekki möguleika á að koma með í Skaftafellsgönguna. Það breyttist þó hjá þeim og mættu þau á svæðið að kvöldi fyrsta dags, eftir að gengið hafði verið inn Morsárdalinn. Var þeim fagnað mjög og tilefni var til að búa til drykkjuvísu um þetta hófdrykkjufólk.
Kornahjón læddust svo komandi seint,
að kvöldi, - í raun og verunni.
Skríðandi, veltandi, held ég nú hreint
Helga og Björgvin á perunni !
Hvergerðingarnir Vera og Guðjón eiga forláta tjaldvagn. En eitthvað var óljóst hjá þeim hvað snéri fram eða aftur, upp eða niður á honum. Tjölduðu þau sínum meðal margra annarra vagna sem voru allir í skipulagðri röð með framhlið á samræmdan hátt, inn að miðju hátíðarsvæðinu hvar margir voru þá stundina við leik m.a. í golfi. Þegar þau tjölduðu snéri allt öfugt, inngangur aftantil öfugt á við alla aðra og þannig var það alla helgina. Þessir „Versalir“ þeirra kölluðu á eftirfarandi, enn eina „drykkjuvísuna“:
Að tjalda þeir Abbarnir ljúflega leystu
og léku sér sumir í golfi.
En vesalings hjónin þau vagninn sinn reistu,
Vera og Guðjón á hvolfi !
Eftir að hafa gengið Kristínartinda var HPH upprifinn yfir fegurð Skaftafellsþjóðgarðar. Þá varð þessi til:
Með góðum vinum ég gekk á fjöll
í glampandi sól og örlitlum vindi.
Heilsaði upp á hamratröll
á hrikalegum Kristínartindi.
HPH
Finna X-ið frómir menn.
Fleiri bera harminn.
Kappalappa langar enn
að líta yfir barminn.
Aldni guminn framafúsi
fylgir engum stöðlum.
Gúffar í sig úr gróðurhúsi
Genabreyttum döðlum.
Rann á Gríminn feikna fát
svo fréttist um Öræfi og grennd.
Beygði af og brast í grát
af bjórinnilokunarkennd.
Sigurður meistari sýnist mér
síungur ofninn kynda.
Áfjáður virðist ætla sér
enn á Kristínartinda.
GSk.