Abbalabb 2007 Kerlingafjöll
1.Dagur:
Bjart var á fjöllin og vildi Sirrí ekki bíða með það að ganga á Mæni.
Mænir okkur manaði,
með Sirrí fremsta í flokki.
Upp fríður hópur flanaði,
á fjallabrokki.
Á bakaleið var farið um hverasvæðið og lentum við í ýmsum fyrirstöðum og ein fékk verðlaun fyrir bestu dýfuna.
Dalarósin dýfu tók,
djúpt svo undir vatnaði.
Herramaðurinn hífði og skók,
´ún hófst á loft, allt batnaði.
Upplýsingar um fyrstu dagleið sýndu 3 kílómetra en einn hafði máðst framan af og Ingibjörg með nýgróinn fótinn.
Ingibjörg á einni löpp
Arkaði áfram ekki slöpp
Kílómetrana þrjá
Konan fyrir sér sá
En tíu í plús, kjörin reyndust kröpp
2.Dagur
Hópurinn skiptist og
Árni fór um gilskorninga og gljúfur
Að gleðja K-kots elsku sætu ljúfur
Og Helgi með einn hund
Hann lagði sig um stund (Hundurinn)
Og hélt svo heim sá angans litli stúfur (og Helgi með)
Við hin gengum á Blágnípu
Á Bláa Gnípu Óskar gekk
Alveg upp á brún
Á því leiða frúin fékk
Fór aftur niðr´á tún
Eins og kólfur aftur niður
Óskar hljóp
tryggur bóndinn ákaft biður
Elsku Bryndís ekki skrifa skróp.
Og það var vaðið yfir á
Leiddust þau ljúf yfir ána,
lítið eitt seytlaði um tána,
Magnús og Brynja
við það að hrynja
Úps! En upp komust, allt fór að skána
3.Dagur
Keyrðum við öll upp á Keis
Kunnugt var orðið pleis
Upp á brúnir,
afar lúnir
og eldrauð orðin feis.
Þangað þá langaði
að þramma á ferðum sínum.
Fannborg þá fangaði
með fögrum bogalínum.
Sumir fóru lengra en aðrir en mættu líka of seint í grillið
Brúnavíkurbræður Hannessynir og hjónin
héldu upp á Loðinn Mund.
Þau vissu ekki veslings litlu flónin
að verðinum var flýtt um eina stund.
EHH
Ein vísa sem er svo djúp að Thor Vilhjálmsson botnar ekki í henni.
Adam gamli gekk
á graðhól nokkuð létt
Hann bar í brjósti von
að bráðum héti ADAMSON
HH