Undirbúningsgöngur fyrir Sveinstind-Hólaskjól hafa ýtt undir skáldagáfu abbalabba:  
 

Abbalabbar upp á fjallið skunda.
Ingibjörg í halla vildi dunda.
Þeir áðu uppi,
ekki lengi.
Í hverjum huppi
höfðu strengi.
Á niðurleið þeir vonir við það bundu,
þar Inguló
í grænni tó
að sjá en enga fundu.

Ingibjörg á lundina ríka.
Atgervinu ekk´er að flíka.
Onaf fjalli
ansar kalli,
"Ókey! Ég kem þá niður líka!"

Sveinstindur

Áður en lagt var af stað, full tilhlökkunar

Sveins á tindinn sýnist mér, 
senn vill rjúka þessi her.
Steina strjúka,
stefn´á hnjúka,
star´á það sem fyrir ber.

En...

Þoka var það heillin mín,
þangað litu augun fín,
í átt að Longsjó,
öll í pongsjó,
´ún hló og gerð´að okkur grín.

Við ætlum aftur og þá...

Sólin bjarta skín þá skær,
Skýin vart á himni tær.
Við sjáum Longsjó,
sjá, engin pongsjó.
Sá hlær best sem síðast hlær.
EHH

Skýringar
Longsjó, sævar, k, enskuskotinn Langisjór sem skaut upp kollinum hjá Brynju á Sveinstindi.
Pongsjó, sævar, k, ponsjó, með skáldaleyfi að viðbættu rödduðu önghljóði, regnslá.

Fjarvera flautuhjóna

Blikar sól við Blautulón
hjá blendnum skessum.
Nú flakka engin flautuhjón
með flokki þessum. 
VHL

Parið sinnir garði sínum,
sár er harmur barmi í.
Á landakortið hlaðið línum,
Lít ég vart á hvarmi ský.
EHH

Dugleg, Helga vasast hellum í núna.
Á hillu leggur gólatólin sín.
Vild´að Björgvin á fyllirí með frúna
Færi beint í Hólaskjólin fín.
EHH

En

Ferðin var frábær 
fjöllunum á.
Við stuðlaða steina
og stígana hreina
var teygaður táblær
tröllunum frá.
EHH

Skýringar
Flautuhjón, - s, - h. 1 (í ft) karl og kona gift hvort öðru og konan á flautu 2 Helga og Björgvin.
Gólatól, -s – h, hljóðfæri, flauta.
Táblær frá tröllum, k, íslenskt fjallaloft. 

Skælingapælingar

Hannes og Halldóra funda,
Í hópi glaðbeittra sprunda,
af pælingum,
í Skælingum,
um flóru íslenskra grunda.
EHH

Á leið innúr

Sátu frammí saman góðir
í suddaþoku góndu þeir
Óli Bjarna og Eyvi bróðir
ávallt vinir báðir tveir.
HPH


Dagur tvö, að morgni

Brestur hann á með blíðu
þá blautu eftir nótt
setti ég nærurnar síðu
í sekkinn minn þá fljótt
(eða – í pokann hjá Valgerði -)
HPH

Yfir Norðari (Nyrðri) – Ófæru
(Lísa og Valdi að vaða yfir í góðum fótabúnaði)

Gengu á vatni gumi og mær
í geimnum – klónaðir
í laxapokum lappir tvær
og leppar – prjónaðir.
HPH


Skátahöfðinginn

Með útilegunnar öll þau tól
þá auðvitað við væntum þess
að höldum og náum í Hólaskjól
á Halldórs Inga gépéess.
HPH


Hugljómun í Eldgjá

Abbalabba er sú saga
engu lík er þeirra gjörð
ævintýri alla daga
unaðssemd hjá Móður Jörð.
HPH


Við Silfurfoss í Hólaskjóli

Stoppað að lokum í stórveislunjót
og sturtu – hvað ég er svangur.
Þetta er á við síðþorrablót,
þvílíkur gleypigangur.
HPH