Hornstrandir

Um rölt og göngur rabba,
rekavið og tófu.
Að Látravík þau labba
í langri halarófu.
HeS

Fyrir Horn á hraðskreiðum nökkva 
að sigla án þess að sökkva, 
aðrir ganga,
tófu fanga, 
Nú er að hrökkva eða stökkva.
EHH

Elísabet og Valdimar
ekki sofa í tjaldi par
en hundrað ára
með hæla sára
þau klára för til Hesteyrar
EHH

Ævintýri Ingibjargar
Hetjukvæði

Ingibjörg í bátnum fór
með áhöfninni og pokum.
Við Kögur var þá haugasjór,
víst gekk hann á með rokum.

Sigldi hún um sæinn kalda,
sjómanns rennur blóð í æðum.
Flóð og feiknamikil alda
faldi sig í hennar klæðum.

Flutu pokar fjörunni í 
ferðamanna vístir mörgu.
Hornvíkingar héldu því
Til haga ásamt Ingibjörgu.
EHH

Ferðin þessi fáu er lík,
fæstir lifa kynstrin slík.
Fór hælasár
í ferðir þrjár
með lúxusinn í Látravík.
MS

Eftir volk í tíma tólf
er ,,töff” að geta þess,
að jólasveinar ganga´ um gólf
með G. og P. og S.
BEB

Gestgjafar þau eru góðir
gerðu´ oss fína vist.
Hlýddum á þau hér um slóðir
af hjartans lyst.
EHH

Var í firði Veiðileysu
veður geisa grimm
Abbalabb á sinni reisu
en þar svaka trimm.
EHH

Abbalabber gengu í gær
götur fjarska máðar.
Þurtfu að hafa hendur tvær,
hægra megin báðar.
EHH / BEB / MS ?????

Heljarkelling hendur þvær
hafðu með í ráðum.
Kiddý hefur tungur tvær,
trúa skaltu báðum.
EHH / MS


Maggi er í fíkjur fíkinn,
fjarska sníkinn er í þær.
Valdi’ er sjaldan ýkju – ýkinn
- átti slíkan dag í gær.
Valdi / BEB

Hornstrandar er ferðin flott
um fjöll og lægðir
Svo á ég líka ósköp gott
með allar hægðir.
BEB

Nóg er að brenna og bíta
og bísna margt á að líta,
Veðrið gott,
Þokan flott
og aðstaða til að sofa og ......
MS

Dásamleg er dýnan mín
dún- og lungamjúk.
Gríðarlega giska fín,
gersamleg sjúk.
Bolli.

Hérna fundum ekkert fé,
hér fór um sterkur vindur
Svangar tófur éta tré,
tyggja líka kindur.
MS

Helga á fjöllum frækin
fóðrar stubb.
Og fóðrið er rúsínur, ritzkex
Og refagubb.
Ms

Mikið er gaman í Murmansk
Margur er kátur þar.
Gaman er líka í Gedansk
gleðin á næsta bar.

Líður vel er léttir til
lífið við oss blasir.
Það veða ekki skuldaskil
þó skriplir þú og hrasir.
Bolli

Í Blakkabás er fuglaglás
bústin krás á borðum
Hamraás og rómur hás
hefur lás á orðum.
Bolli

Í miðnætursól mild og rík
meiriháttar í röðum slík
Með Skálakamb
og refaramb
rænir oss svefni Hlöðuvík.
EHH

   
 

Hornstrandarímur Gylfa Þorkelssonar

Ferðaþjónusta Hafsteins og Kiddýjar ferjaði okkur frá Ísafirði í Veiðileysufjörð og Kiddý gaf góð ráð:

Kiddý sagði, siðavönd
með sínum háa rómi:
„Áin skal á hægri hönd“!
Hennar lutum dómi.

Hafsteinn flutti hópinn á bátnum og skildi hann (hópinn) eftir í auðninni, enn allir velfærir, ekki síst Jarpur Sveins í Tungu: Fyrsti áfangi var yfir Hafnarskarð, að Höfn í Hornvík og þaðan að Hornbæjum í Hornvík.

Leggjum upp með lærin stinn,
léttar þykja föggur,
og í fótum enn um sinn
eru nokkrar töggur.

Æsast veður, vöknar brá,
vofur í þoku lýsa.
Sífellt brattinn sýnist þá
í sortann hærra rísa.

Í Hafnarskarði skelfur allt,
skyggni nánast ekkert.
Ýmsum var nú orðið kalt,
ekki var það lekkert.

Upp og niður ætt um stund,
allir kenndu brattans.
Á landi virtust lokuð sund
en leiðin greið til skrattans.

Hópur yfir læk og land
labbar götu þvera.
Grænan mosa, svartan sand,
sitt vill hver einn gera.

Loksins finnst þó leið að Höfn,
lítt þó himinn þorni,
og Ingibjörgu, digur dröfn,
dillar út að Horni.

Regnið og kuldinn hafði „tekið sinn toll“ svo sumstaðar fundust aðeins „líkamsleifar“ þegar kasta átti vatni:

Ef að segi frá nú frómt,
fór að pissa slyngur,
eftir grams þá grip’ í tómt
gráir, loppnir fingur.

Fyrri Gúnda gleymd var sæld,
þá göndul átti þykkan.
Nú sem Guinnes-met var mæld
minnsta harmonikkan.

Til hafði staðið að farangurinn yrði fluttur beint í Hornbjargsvita en vegna sjólags var það ekki hægt og því urðu menn að leggja með tvöfaldar byrðar úr Hornvík, eða sækja sumt daginn eftir. Jón, landvörður í Hornvík, bauðst til að leiðsegja okkur áleiðis upp skarðið.

Þó allir stand’ á störunni
er stefn’ að Horni tekin.
Fundum þar í fjörunni 
farangurinn rekinn.

Upp á hrygginn örþreytt lið
ógnarbyrðar lagði.
Á eftir Jóni, engin bið
og nú fólkið þagði.

„Mitt í skarðið“, mælti hann,
„á miðlungs góðu stími,
reynist fyrir röskan mann
rúmur klukkutími.“

Eftir þrekraun upp í mót,
orðið stutt í ekkann,
fengu sárir smá uppbót:
„Sjáið, þarn’ er brekkan“!

Ei með réttu ráði neinn,
þó reyndi hver sitt besta.
Komst í vitann einn og einn,
þar umhyggjan beið gesta.

Erum vel í ergi studd,
eymslin burtu rjúka,
því Jóna býður náranudd
og nakin lær að strjúka.

Þegar nuddast frúin fer
og flagnar Sjafnarskúta
er nauðsyn henn' að nýta sér
nokkra pjulluklúta.

Flestir sváfu nú vel of nóttina en morguninn eftir var hætt við næstu dagleið vegna veðurs og þoku. Sumir fóru ekkert uppúr pokanum.

Í móki Hrefna mistrið sá
að myndi göngu teppa.
Fyrir sjónir setti þá
sína augnaleppa.

Þó gengu sumir á Axarfjall:

Á öðrum degi opnast gat,
upp í himin sjáum!
Hvort útsýnið sé eitthvert plat
af Axarfjalli gáum.

Ljóst af toppnum, uppstytt yrja,
Íslandsleikrit fer að byrja!
Að sökum er þá síst að spyrja,
saman allir glaðir að kyrja:

„Þökkum fyrir, því að brátt
þokutjöldin falla.
Öll við þessa sýning sátt:
Sáum veröld alla.“

Þegar niður af fjallinu var komið aftur var stutt í óbreytt ástand:

Þokan læðist þykk um hlíð,
þaggar dagsins kliðinn.
Andar köldu, ár og síð,
yfir land og miðin.

Í símtali (spurning hvort Anna Árna. talaði eða öskraði?) lofaði Kiddý að glaðna myndi til á þriðja degi (annað úr því samtali verður ekki tíunda frekar hér):

Á þriðja degi þokan grét,
þökk að ei var slydd’ í.
Enginn veit hvað undan lét
því ekki lýgur Kiddý!

Loks var haldið af stað úr Látravík og stefnan tekin í Hlöðuvík hvar átti að tjalda næstu nótt. Upphaf ferðarinnar var svo:

Jözur fór í „Scarpa“ skó
skráfaþurr’ og fína.
Að því lítið Hannes hló:
„Hver tók skóna mína?“

Gengið er framhjá Blakkabás frá Hornbjargsvita, stórbrotið náttúruvætti:

Ægir lemur Blakkabás
bylmingsþungum höggum.
Búi í skyndi skellt’ í lás,
og skalf, með Hildar böggum.

Síðan er brunað um skriður og skörð og endað á Hesteyri:

Ef að mæðir mikið grjót
er meina bót
að horf’ um kring og haltan fót 
hvíla. Njót!

Með „Kefas“ undir iljunum
fæst ógnarkraftur slíkur
að ganar upp úr giljunum
geitpeningi líkur.

Nokkur umræða varð um tófur og sauðfé og vildu sumir friða tófuna alfarið og fundu sauðfé flest til foráttu. Aðrir bentu á að hvergi sæist kind, enda hefði tófan étið hana upp. Einnig væri trjágróður allur horfinn og hefði tófan líklegast étið hann líka!!

Efst upp’ í torfum og tindum,
í túnfæti, móum og rindum
refurinn margur,
sá mórauði vargur,
kjamsar á birki og kindum.


Afsakið,