Á Víknaslóðum 15. - 19. ágúst 2003.
Upp upp úr þokunni þrömmum hlíðar
það er nú svo
svona 174 grömmum síðar
erum á topnum, ja sko
HH
Með bólu á nefi og blöðruá tá
berst ég yfir urð og ása
Mig sólin stöðugt er að hrjá
stoppa títt til að mása og blása
SÁ
Skín við sólu Skælingur
skessur spranga´um móa.
Þetta´ er góður þvælingur
Þarna syngur lóa.
ÞÓ
Skín við sólu Skælingur
skessur spang´ í móanum.
Þar við bætist þvælingur
þursanna úr Flóanum.
ÞÓ
Þvælast um í þokunni
þrjóskir ferðalangar.
Klæmast þar með kokmunni
kerlingarnar svangar.
BEB
Loðmundar úr lygnum firði
leiðir slóðin göngumenn.
Hálfbogin og hlaðin byrði
í Húsavík við rötum senn.
BEB
Loðmundar úr lygnum firði
leiðir slóðin göngumenn.
Ekkert tel að úr mér verði
Ef ekki fæ að borða senn.
BI
Loðmundar úr lygnum firði
leiðir slóðin göngumenn.
Landslaga yrði lítils virði
ef það héti ekki neitt.
BEB
Tindar fljóta froðu á
fer nú allt í haginn.
Úr einum firði í annan lá
okkar leið þann daginn.
ÞÓ
Síðasti sopinn í sælunni
og súptu nú!
Örygur liggur í ælunni
og hana nú!
BI
Einu sinni átti ég hest,
ekki var hann héðan.
Óðum stóru árnar flest
og Ella söng á meðan.
BI
Snarkar hátt í snikkersbréfi,
snöggur Hannes kveikir eld.
Bráðum liggur karl í kvefi
Kúri´hann pokalaus í kveld.
BEB og HS
Snarkar hátt í snikkersbréfi
Snöggur Hannes kveikir eld.
Líklegt er að Guð oss gefi
góðan hita hér í kveld.
BEB
Íbúfen á Austfjörðum
eys í skálar kona.
Bakpokann hún burðast með,
,,bíddu é´r að koma!"
BI
Hokruðu í Húsavík,
höfðu´ ekki efni á klukku.
Undir nón í engri flík
upp af svefni hrukku.
HH og GSK
(Um tröll eitt einmana stutt frá Húsavík)
Hann var að elta ólar
við unga snót
Með fyrstu skímu sólar
varð sælan grjót
HH
Skúmhöttur og Skælingur
skreyta Húsavíkina.
Þetta´ er óláns þvælingur,
Þyngir göngusýkina.
HS og EKG
Alveg tel ég öruggt að
eftir göngurambið.
Verður best að fara´ í bað
og borða fjallalambið.
Af undrum hér er yfrið nóg
og undarlega sjá má búka.
Skríður sköllótt könguló
í skriðunum við Hvítuhnjúka.
MS
Í Stakkahlíð var stæll á mörgu,
stórtjald reist um okkur var.
Hjúalið og hjónin örgu
hleyptu kæti´ í mannskap þar.
ÞÓ
Ef Austfjarðaþokan þótti mér
þrúgandi og birtan klén,
áði ég bara og eldaði mér
íbúfen.
GSK
Upp í mót með austfirskt grjót
æðir snótin knáa.
Yfir fljót með alskyns dót
allt á fótinn smáa.
BEB
(eða: og með rotþró bláa).
Niður í víkina héldu með hraði,
heldur var skyggnið svart.
Af svipnum að dæma og svitabaði
sáu þau býsna margt.
GSK
Í Stakkahlíð var stuðið mest.
Staðlar allir viku frá.
Í svefnpokunum fréttum flest
og framhaldsmyndir hlýddum á.
GSK
Í Húsavík er hvergi rusl.
Í hlaðið rekkar ultu.
Beta og Gísli borðuðu musl
en Bjöggi og Helga sultu.
GSK
Í vísukorni glaður get
um grasivaxin leiti
og heiðarlæk sem Hannes lét
höfuð sitt í bleyti.
BEB
Vestanáttin vermir annes.
Vekur fögnuð kunnan.
En eitt er það sem undrar Hannes
að hann blási að sunnan.
BEB
(Eftir höfuðbað Hannesar)
Eftir kul um kollvikin
kóssinn vitlaust sneri.
Henti þar um hádaginn
heilasellufreri.
GSK
Enn við skruppum yfir fjall.
Aftur sluppum niður.
Er í huppum gler og gjall,
genginn upp hver liður.
GSK
Hópur stefnu halda skal
í humátt sett er mið
Yfir fjall og á og dal
arkar glaðvært lið
SÁ
Selfyssingar sögðu "VÁ"
er serkur hvítur birtist
Þá Árnesfellin fremur smá
og fjallið Ingólfs virtist
SÁ
Í sinni mínu er sett á stall
sýnin röndum dregin.
Hvítserkur er heilagt fjall
Húsavíkurmegin.
BEB
Beljandi´ áin birtist þar
sem buna´ úr krana
svo í anda Eyvindar
við óðum hana.
BEB
Það eitt myndi toppa túr
og teljast nokkurs virði
ef við fengjum eina skúr
inni´ á Borgarfirði.
BEB
Upp ég kemst í áföngum.
Aðeins tefst í brekkunum.
Allt það hefst á endanum
ef ég hangi á fótunum.
???
Af við slöppum létt á löpp,
lygn er vöppuð mýrin.
Er með höppum eða glöpp-
hvar enda möppudýrin.
GSK
Listaverkin litum flest
með litamerkjum fínum.
Hvíta serkinn hef ég fest
í heilaberki mínum.
GSK
Linna verður langri þraut
loks í grónum rana.
Þarna er prýðis pissulaut
prófa skaltu hana.
BEB
(Um þá lævísu ráðstöfun Hannesar að koma sér undan svefnpokaburði)
Fyrir Hannes það sköpum skipti
að skipulagið er hnoss.
Svefnpokahlunk í ræmur rifti
og reimaði þær á oss.
Maður á miðjum Þrándarhrygg
Mælir fátt, -en hálfa leið til Víkur.
Gyrðir Elíasson
Að vappa um nokkrar víkur
er varla cool.
Að tæla til samræðis borgfirskar tíkur
er takmarkalaust púl.
HH
Í Bakkagerði er friðsælt og fagurt
fágað er mannlíf og sælt.
Tíkurnar falla´ei ef tólið er magurt.
takt'etta burt, é'gæti ælt.
Kveðja frá Borgarvíkurtík.
Er brekkan lá brött upp í móti
og bakpokinn fullur af grjóti,
þá stundi í vinkli
sem stóð undir pinkli:
,,Ég barasta bæti við njóti."
BEB
Þræðir hópur þrönga slóð,
þokast niður dalinn.
Á það horfir álfastóð,
ærnar, kýr og smalinn.
BEB
Huga mér stendur nú styrr í
um stund liggja bólinu kyrr í
er freistandi og má
en þó fer ég á stjá
og yfirbýð Árna og Sirrý.
GSK
Köld af hafi þokan þokast,
þræðir hóla, dal og brík.
Með þýðum smelli lokan lokast.
Læðist nótt um Húsavík.
BEB
(Um hina ómissandi frægðarför á Hvítuhnúka)
Einskis nýt er norðurför,
sem njóta hlýt og brúka,
nema ýtar missi mör
mitt á Hvítuhjúka.
GSK
Hóllinn ljósi helst er gerður
hár í minningunni.
Býsna margur bóndinn verður
blár í stinningunni.
BEB
Helgi' og Sirra horfðu gneyp
á hlóðarreykina
því hundurinn af grilli greip
glóðarsteikina.
BEB
Vatnið kalda Ella óð.
Upp á bakkann stefndi rjóð.
Brátt við köstinn brosti' 'hún hljóð.
Bergmáluðu sungin ljóð.
BEB
Uppeldið er erfið glíma,
öllum getur fatast.
Að Stakkahlíðar staðartíma
stráksi aldrei matast.
BEB
Ég stórum augum starra mátti
á Stakkahlíðarsennurnar,
er súrmjólkina súpa átti
Siggi' og bursta tennurnar.
BEB